18. janúar 2011

Anda djúpt

Þessa dagana æfi ég djúpöndun. Þýska, anda djúpt, vinna, anda djúpt, enska, anda djúpt, enskuverkefni, anda, og svo koll af kolli. Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru að taka enskuna líka í staðnámi en mig langar bara svo óskaplega til að klára hana frá um mánaðamótin. Auðvitað myndi ég læra meira á að mæta einu sinni í viku fram í maí og svo er hún næsti tími á undan þýskunni sem ég mæti hvort eð er í.
Ætli ég haldi samt ekki bara áfram að anda djúpt og reyna að hópfélagana vinna sem mest í verkefnunum án mín.

Svo þekki ég konu sem er að læra um heimsbókmenntirnar í HÍ, lesemnið er meira að segja á íslensku. Látið ykkur samt  ekki detta í hug að ég öfundi hana hið minnsta. Ekki heldur af teikninámskeiðinu í Myndlistarskóla Kópavogs, eða hvar sem það er. Ekki vitund.
Farin út að labba og anda djúpt framan í rokið.

Engin ummæli: