27. október 2006

27. okt

Það rignir eins og helt sé úr fötu, í bókstaflegri merkingu.
Ég sleppti göngtúrnum, ekki endilega vegna veðurs, ég hef svipaðann veðursmekk og endurnar og finnst gaman að labba úti í rigningu. Aftur á móti vaknaði ég korteri of seint og langaði að að mæta í vinnuna fyrr en seinna. Því fyrr sem ég mæti því fyrr er ég búin.

Fór á handverkssýninguna í Ráðhúsinu í gær og það er ansi margt sem mig langar í þar. Ég er að hugsa um að fara aftur um helgina og láta það eftir mér að kaupa eitthvað, verst að ég get sennilega ekki ákveðið mig.

Ætli ég myndi eftir að taka símann með mér heim úr vinnunni ef ég keypti mér tösku úr geitaskinni undir hann?
Hreindýraskinnið að austan er líka flott en full mikið fyrir efnahaginn.


Afi minn hefði orðið 102 ára í dag og lítill langferðalangur sem ég þekki á fjögura ára afmæli.
Hún les þetta ekki svo það er til lítils að óska henni til hamingu með daginn hérna, ég kíki á síðuna hennar.

Engin ummæli: